miðvikudagur, ágúst 03, 2005

Heilinn fór með gestinum

Við Júlíus áttum einstaklega ljúfan dag í dag. Hann fór í fótboltaskólann í morgun rétt fyrir 9 og ég fór að sinna vinnu minni við tölvuna heima. Það var svona eitt og annað sem ég þurfti að gera s.s. svara tölvupóstum ofl. Klukkan 11 kom síðan ljósmyndari frá einu blaðanna vegna lítils viðtals við mig sem birtist á morgun. Þegar hann var farinn þá var eins og heilinn á mér hefði farið með honum. (Er auðvitað ljóska og gæti sjálfsagt hafa truflast af flassinu;)) Anyways til að ná sambandi við tölvuna og ná fókus aftur ákvað ég að skella mér inn á zone.msn.com og spila einn tölvuleik. Við þetta hvarf klukkutími - já klukkutími og hefði ég ekki hrokkið í kút vegna þess að tími var til kominn að sækja Júlíus í fótboltann þá er ég viss um að dagurinn hefði getað horfið í þetta. Þetta kom því ekki bara niður á vinnunni hjá mér heldur var ég næstum búin að gleyma barninu líka!

Magnaðir svona þrautaleikir sem maður hreinlega hverfur inní. Ekki það að þeir eru stórskemmtilegir og nokkuð afslappandi - svo ég viðurkenni það nú alveg hreinskilnislega. Maður verður bara að vita þegar þeir eru opnaðir hvort maður geti séð af öllum þeim tíma sem í þetta fer. Annars er hætt við að eitthvað sem átti að hjálpa manni að slappa af og flýja veröldina í smástund - verði að einu stóru samviskubiti. **

Við Júlíus fórum síðan í stutta heimsókn til Þórlaugar og Kilians litla sem er pínulítil nýfædd rófa. Ég er ekki frá því að ákveðin hljóð hafi komið í ákveðna stokka í ákveðinni konu sem var í heimsókn á þessum ákveðna stað á þessum ákveðna tíma (uss uss - say no more say no more):)

Ræktin tók síðan við og fór Júlíus í barnapassið á meðan ég kláraði nýja prógrammið með þjálfaranum góða. Ég er alltaf með hálfgert samviskubit yfir því að skilja hann eftir á meðan ég sprikla. En barnið er hvergi ánægðara en í leikherbergi með fullt af öðrum krökkum og skemmtir sér konunglega. Skil því ekki af hverju þetta samviskubit kemur alltaf upp því hann klappar saman höndum og veiar þegar barnagæslan er nefnd. Verð því að setja það á markmiðalistann að losna við þetta króníska samviskubit sem engum gagnast sem fyrst!

Síðast og alls ekki síst fórum við Júlíus og hittum Ellý og strákana hennar á Salatbar Eika. Þar borðuðum við rosalega ljúffengan kvöldverð. Frábært hlaðborð sem allir finna eitthvað á og skilar manni mettum en léttum inní kvöldið. Félagsskapurinn var líka frábær og voru Ármann og Einar Alex svo sætir að lána Júlíusi magnað litasett með sér heim. Ungi maðurinn situr því núna og teiknar og litar eins og á akkorði myndir af löggubílum og öryggisgæslubílum (sem eru ekki síður mikilvægir bílar sko:))

**Fyrir þá sem vilja vita heitir umræddur leikur Zuma og er algert brill. Annars eru margir góðir leikir undir flipanum free webgames. Njótið og ekki skamma mig þegar tíminn hverfur - ég varaði ykkur við!

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þú ljómar svo fallega Kata að það er töfrum líkast. Takk fyrir góða stund. Annars þykir mér einstaklega nærandi og upplífgandi að vera í kringum gott fólk eins og ykkur Júlíus.

Jæja, nú er kallað: "Mamma, við erum komnir uppí. Ætlar þú ekki að lesa?" Got 2 go...CU Sat/Ellý

3/8/05 21:07  
Anonymous Nafnlaus said...

prufa

4/8/05 14:41  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hó!

Gott að kommentakerfið er komið í lag.
Bestu kveðjur,
MM

4/8/05 16:05  

Skrifa ummæli

<< Home