Litli stúdentinn og rándýr skólagangan
Í gær byrjaði skólinn hjá syni mínum samkvæmt stundaskrá. Þetta var mjög skrýtinn dagur - gekk klökk út úr skólanum eftir að hafa fylgt honum þangað árla morguns. Ég var að senda barnið mitt út í hinn stóra heim! Hann var voða glaður eftir daginn og ég er ekki frá því að honum hafi verið nokkuð létt þar sem mikið hafði verið látið með þetta og hann búinn að bíða lengi. Ég er að rifna úr stolti eins og fjölskyldan öll. Hann er ekki kallaður annað en litli stúdentinn þessa dagana og ber þá nafnbót svo sannarlega með sóma á sinn eigin yndislega hátt:)
Það er þó ekkert grín að senda 6 ára barn í skóla. Fyrir utan tilfinningasveiflur yfir þessum merku tímamótum þá er þetta rándýrt. Í fyrsta lagi þarf að kaupa skólatösku sem ekki kostar neina smáaura fyrir svona kríli. Síðan fær maður langan lista yfir hluti sem þurfa að vera í töskunni og get ég giskað á að startpakkinn sé ekki undir 12.000 krónum og geti farið uppí 20.000 krónur. ATH. þetta er fyrir eitt barn! Fyrir utan þetta þarf að klæða barnið upp, kaupa úlpu, vettlingana, húfuna, skóna, og ég veit ekki hvað og hvað svo barnið geti byrjað nokkuð snyrtilegt í skólanum og verði ekki kalt í íslensku vetrarveðri.
Hár mánaðarlegur kostnaður
Í þriðja lagi og síðast en alls ekki síst þá er mánaðarlegur kostnaður töluverður fyrir foreldra grunnskólabarna a.m.k. á yngsta stigi. Nærtækt dæmi: fyrir mig sem einstæða móður eru mánaðarlegar greiðslur til skólans nánast þær sömu og til leikskólans. Ég stóð í þeirri trú að þegar í grunnskólann væri komið kæmist maður útúr þessu gjaldabúri sem við foreldrar erum sett í af hinu opinbera. En ónei nei aldeilis ekki maður er enn fastur. Það sem greitt er fyrir er annars vegar heiti maturinn í hádeginu og hins vegar Dægradvöl eftir að kennsla skv. stundaskrá hættir klukkan 13.15. Flest börn fara í Dægradvöl af því að flestir foreldrar vinna úti fullan vinnudag. Umhverfi barnafjölskyldna er þannig í íslensku samfélagi að allar fullorðnar hendur hvort sem eru tvær eða fjórar þurfa að vera uppi á dekki vinnumarkaðarins svo heimilið nái endum saman. Að auki þarf auðvitað að senda barnið með ávexti daglega og greiða fyrir mjólkina sérstaklega. Safnast þegar saman kemur.
Það er bara ekki í boði
Barnmargar fjölskyldur standa því frammi fyrir verulegum útgjöldum vegna skólagöngu barna sinna, lögbundinnar skólagöngu og mikilvægrar í þroskaferli þeirra sem einstaklingar. Það er blekking að grunnskólinn sé gjaldfrjáls því samanlagður kostnaður er gríðarlegur vegna skólagöngunnar. Foreldrar hafa lítið val því börnin þurfa góða tösku ef bakið á þeim á ekki að bogna undan henni, börnin þurfa að mæta með skólavörur í skólann svo þau geti tekið þátt í starfinu, börnin þurfa að vera sæmileg til fara svo þeim verði ekki kalt, börnin þurfa hádegismatinn bæði svo þau skeri sig ekki úr ef þau mæta ein með nesti og þau þurfa heita og væna máltíð svo þau haldi kröftum yfir daginn, yngstu börnin þurfa gæslu eftir hádegi þegar skólinn er búinn og foreldrarnir að vinna. Ekki er hægt að setja lykla um hálsinn á þessum krílum og láta þau ráfa um götur bæjarins eftir skóla. Það vill það enginn. Við viljum án ef flest okkar komast fyrr heim úr vinnunni á daginn og vera lengur með börnunum. Það er bara ekki í boði. Dægradvölin er því hluti af skólanum, mikilvægur hluti. Ég sé ekki að foreldrar hafi mikið val í þessu.
Álag á barnafjölskyldum
Það er mikið á barnafjölskyldur lagt í þessu landi. Margir kostnaðarliðir vega þungt í heimilisbókhaldinu einsog húsnæði, tannlæknar, matur, endurgreiðsla námslána svo fátteitt sé nefnt. En að skólaganga barnanna okkar sé svo stór kostnaðarliður í heimilisbókhaldinu í ofanálag finnst mér verulegt áhyggjuefni. Íslenskt samfélag er á rangri braut í málefnum fjölskyldna. Skólaganga á ekki að hafa sligandi áhrif á fjárhag fjölskyldna heldur vera ánægjuleg uppbygging kynslóða framtíðarinnar.
Frábært skólastarf - menntun í fyrstu sætin
Þó ég sé neikvæð hér fyrir ofan þá verð ég auðvitað að koma inná það að skólastarfið er algerlega frábært og mér líst afar vel á Dægradvölina og þá þjónustu sem þar er veitt. Sonur minn er afar ánægður og mamman líka því frábærir starfsmenn skólanna hugsa vel um börnin okkar úti í hinum stóra heimi skólanna. (Mín skoðun er líka sú að þessu góða fólki sé ekki borgað nógu vel fyrir störf sín en það er efni í löng skrif enn.)
Engin spurning að þetta er mál sem ég mun beita mínum kröftum í á þingi í þeirri veiku von að Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn hlusti (sem þeir gera alltof sjaldan). Treysti á ykkur að byrja að mótmæla þessu með mér því við eigum ekki að sitja þegjandi undir þessu. Ég vil samfélag þar sem menntun og sjálfsstyrking barna okkar er í fyrstu sætum yfir samfélagsleg verkefni án þess fylgifisks að fjárhag fjölskyldunnar sé sniðinn enn þrengri stakkur.
Það er þó ekkert grín að senda 6 ára barn í skóla. Fyrir utan tilfinningasveiflur yfir þessum merku tímamótum þá er þetta rándýrt. Í fyrsta lagi þarf að kaupa skólatösku sem ekki kostar neina smáaura fyrir svona kríli. Síðan fær maður langan lista yfir hluti sem þurfa að vera í töskunni og get ég giskað á að startpakkinn sé ekki undir 12.000 krónum og geti farið uppí 20.000 krónur. ATH. þetta er fyrir eitt barn! Fyrir utan þetta þarf að klæða barnið upp, kaupa úlpu, vettlingana, húfuna, skóna, og ég veit ekki hvað og hvað svo barnið geti byrjað nokkuð snyrtilegt í skólanum og verði ekki kalt í íslensku vetrarveðri.
Hár mánaðarlegur kostnaður
Í þriðja lagi og síðast en alls ekki síst þá er mánaðarlegur kostnaður töluverður fyrir foreldra grunnskólabarna a.m.k. á yngsta stigi. Nærtækt dæmi: fyrir mig sem einstæða móður eru mánaðarlegar greiðslur til skólans nánast þær sömu og til leikskólans. Ég stóð í þeirri trú að þegar í grunnskólann væri komið kæmist maður útúr þessu gjaldabúri sem við foreldrar erum sett í af hinu opinbera. En ónei nei aldeilis ekki maður er enn fastur. Það sem greitt er fyrir er annars vegar heiti maturinn í hádeginu og hins vegar Dægradvöl eftir að kennsla skv. stundaskrá hættir klukkan 13.15. Flest börn fara í Dægradvöl af því að flestir foreldrar vinna úti fullan vinnudag. Umhverfi barnafjölskyldna er þannig í íslensku samfélagi að allar fullorðnar hendur hvort sem eru tvær eða fjórar þurfa að vera uppi á dekki vinnumarkaðarins svo heimilið nái endum saman. Að auki þarf auðvitað að senda barnið með ávexti daglega og greiða fyrir mjólkina sérstaklega. Safnast þegar saman kemur.
Það er bara ekki í boði
Barnmargar fjölskyldur standa því frammi fyrir verulegum útgjöldum vegna skólagöngu barna sinna, lögbundinnar skólagöngu og mikilvægrar í þroskaferli þeirra sem einstaklingar. Það er blekking að grunnskólinn sé gjaldfrjáls því samanlagður kostnaður er gríðarlegur vegna skólagöngunnar. Foreldrar hafa lítið val því börnin þurfa góða tösku ef bakið á þeim á ekki að bogna undan henni, börnin þurfa að mæta með skólavörur í skólann svo þau geti tekið þátt í starfinu, börnin þurfa að vera sæmileg til fara svo þeim verði ekki kalt, börnin þurfa hádegismatinn bæði svo þau skeri sig ekki úr ef þau mæta ein með nesti og þau þurfa heita og væna máltíð svo þau haldi kröftum yfir daginn, yngstu börnin þurfa gæslu eftir hádegi þegar skólinn er búinn og foreldrarnir að vinna. Ekki er hægt að setja lykla um hálsinn á þessum krílum og láta þau ráfa um götur bæjarins eftir skóla. Það vill það enginn. Við viljum án ef flest okkar komast fyrr heim úr vinnunni á daginn og vera lengur með börnunum. Það er bara ekki í boði. Dægradvölin er því hluti af skólanum, mikilvægur hluti. Ég sé ekki að foreldrar hafi mikið val í þessu.
Álag á barnafjölskyldum
Það er mikið á barnafjölskyldur lagt í þessu landi. Margir kostnaðarliðir vega þungt í heimilisbókhaldinu einsog húsnæði, tannlæknar, matur, endurgreiðsla námslána svo fátteitt sé nefnt. En að skólaganga barnanna okkar sé svo stór kostnaðarliður í heimilisbókhaldinu í ofanálag finnst mér verulegt áhyggjuefni. Íslenskt samfélag er á rangri braut í málefnum fjölskyldna. Skólaganga á ekki að hafa sligandi áhrif á fjárhag fjölskyldna heldur vera ánægjuleg uppbygging kynslóða framtíðarinnar.
Frábært skólastarf - menntun í fyrstu sætin
Þó ég sé neikvæð hér fyrir ofan þá verð ég auðvitað að koma inná það að skólastarfið er algerlega frábært og mér líst afar vel á Dægradvölina og þá þjónustu sem þar er veitt. Sonur minn er afar ánægður og mamman líka því frábærir starfsmenn skólanna hugsa vel um börnin okkar úti í hinum stóra heimi skólanna. (Mín skoðun er líka sú að þessu góða fólki sé ekki borgað nógu vel fyrir störf sín en það er efni í löng skrif enn.)
Engin spurning að þetta er mál sem ég mun beita mínum kröftum í á þingi í þeirri veiku von að Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn hlusti (sem þeir gera alltof sjaldan). Treysti á ykkur að byrja að mótmæla þessu með mér því við eigum ekki að sitja þegjandi undir þessu. Ég vil samfélag þar sem menntun og sjálfsstyrking barna okkar er í fyrstu sætum yfir samfélagsleg verkefni án þess fylgifisks að fjárhag fjölskyldunnar sé sniðinn enn þrengri stakkur.
2 Comments:
Til hamingju með drenginn, þetta er minnisstæður tími í lífi hvers einstaklings. Síðan er bara að vona að hann hafi áfram ánægju af menntun í lífi sínu;-)
Kostnaður við nám á Íslandi er að verða æ meiri vegna þess að í ríkari mæli þarf að kaupa hluti sem tengjast skólastarfi. Þá fer tíska sem tengist dagbókum, skólatöskum, stílabókum, pennum og öðru þvíumlíku að stjórna fjárútlátum í stað þess ef ritföng væru einfaldlega líka í skólanum. Ég er að verða hrifin af þeirri hugmynd fyrst skólar eru að verða einsetnir að nemendur hafi einfaldlega sín skólapúlt sem er líka hirsla og þar geti þau gengið að sínu dóti og ritföng séu einfaldlega hluti kennslugagna. Man ekki betur en það hafi verið þannig þegar ég var lítil stúlka en minnið er stopult;-)
Það er samt eflaust hressandi að vera með þingmannalaun ef maður þarf að standa í þessum útgjöldum.
Af vef alþingis:
“Kjaradómur ákvað að þingfararkaup alþingismanna frá 1. janúar 2005 ætti að vera kr. 450.910 kr. “
Ég veit allavega að foreldrar mínir voru ekki með svona há laun til samans þegar þau voru að ala mig upp og senda mig í sex ára bekk - hvorki að raungildi né hlutfallslega. Samt sem áður hafa þau aldrei kvartað yfir þessum kostnaði, hvorki fyrr né síðar.
Auk þess er vert að velta því fyrir sér hvort eitthvað sé þess meira virði að eyða laununum sínum í heldur en börnin manns.
Kveðja,
Helgi Bergmann
Háskólanemi
Skrifa ummæli
<< Home