fimmtudagur, september 21, 2006

Gef kost á mér í 2. sæti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi!

Ákveðið hefur verið að velja á framboðslista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi með stuðningsmannaprófkjöri þann 4.nóvember n.k. Fyrirsjáanlegar eru þónokkrar mannabreytingar þar sem leiðtogar jafnaðarmanna til margra ára hér í kjördæminu þau Guðmundur Árni Stefánsson og Rannveig Guðmundsdóttir gefa ekki kost á sér til setu á Alþingi að nýju.

Ég hef því ákveðið að gefa kost á mér í 2. sæti framboðslistans fyrir næstu alþingiskosningar. Ég hef setið á Alþingi síðan 2003. Fram að þeim tíma hafði ég sinnt fjölmörgum trúnaðarstörfum innan jafnaðarmannahreyfingarinnar. Sat m.a. í framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar á árunum 2000 – 2003 þar af sem varaformaður frá 2001-2003 og var formaður Ungra jafnaðarmanna – ungliðahreyfingar Samfylkingarinnar 2000-2001. Auk þessa sat ég í stjórn Evrópusamtakanna um nokkurra ára skeið, sat í háskóla- og stúdentaráði fyrir Röskvu frá 1997 til 1999 og starfaði sem framkvæmdastjóri stúdentaráðs 1998 – 1999. Áður en ég hóf störf á Alþingi starfaði ég sem verkefnastjóri og ráðgjafi hjá hugbúnaðarhúsinu Innn hf. um þriggja ára skeið. Áður hafði ég starfað sem innkaupastjóri og síðar framkvæmdastjóri hjá heildverslun í verslunarrekstri.

Í störfum mínum á Alþingi hef ég barist fyrir bættum lífskjörum barnafjölskyldna sem núverandi ríkisstjórn hefur markvisst rýrt á undanförnum árum. Ég hef barist fyrir bættum kjörum eldri borgara, námsmanna og öryrkja. Ég hef barist fyrir kröftugri uppbyggingu í menntakerfinu. Ég hef barist fyrir auðlindum í þjóðareign. Ég hef barist fyrir aukinni samvinnu við Evrópu með fulla aðild að ESB í huga. Þá hef ég barist gegn vaxandi misskiptingu sem birtist í misskiptum kaupmætti og misskiptum skattalækkunum, þar sem þeir allra tekjuhæstu hafa fengið allra mest. Þessari misskiptingu verður að linna. Ég býð fram krafta mína til áframhaldandi starfa í baráttu okkar jafnaðarmanna fyrir sanngjörnu og góðu samfélagi.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Vona innileg að þú hreppir annað sætið. En segðu mér samt eitt, þú segist hafa barist fyrir bættum kjörum barnafjölskyldna.. Hvernig? Hver eru áherslumálin varðandi það? Sem dæmi þá er ég einstæður faðir og ég á tvö börn sem ég er með aðra hverja viku og ég er ómenntaður sem að sjálfsögðu er mín sök (líka dýrt að fara í HR) og bara til að endar nái saman hjá mér yfir mánuðinn þá þarf ég að vinna 260 klst. uppgefnar og þá rétt svo næ ég að borga reikningana og svo bæti ég venjulega 20 klst. svart til að eiga fyrir bensíni og mat!! Er þetta eðlilegt?? Nú spyr sá sem ekki veit og er á fullu að reyna að eignast eitthvað!! Hver er t.d góð lausn í mínum málum?? Endilega sendu mér mail ef þú hefur gott svar á reiðum höndum jmv@eimskip.is

10/10/06 17:07  
Anonymous Nafnlaus said...

Loose [url=http://www.COOLINVOICES.COM]free invoice[/url] software, inventory software and billing software to create masterly invoices in minute while tracking your customers.

8/12/12 11:27  

Skrifa ummæli

<< Home